more from
Ván Records
We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.
/

lyrics

Farandmenn og úrhrök afglapa.
Heyr mína heiftar bæn
á vesöld vorri, við afnám falsgoða.
Rís upp úr skúmaskotum martraða.
Böðumst í ösku englanna
og ristum rún í rætur helgidóms.


Látum bálið helgiritin hirða.
Leggjum bænhús auðtrúa í rúst.
Herjum böðlum sannleiks vors á spámenn svika
og brosum er þeir hanga á gálgum spillingar og girndar.


Í dýpstu hornum svívirðingar leynast afskræmi og ókindir,
sem predika í skinhelgi og nærast á þján.
Þau nýta trúgirni og örvæntingu afvegaleiddra og langveikra
og spýja lygum falsgoða yfir lönd vor og höf.


Flón, fífl, dárar.
Þeir sem kjósa að lifa í blekkingum, munu aldrei ljósið sjá.
Þeir ráfa í blindni um tóma tilveru og hirðum fylgja án vafa.
Byggja allar sínar vonir á æðri mætti uppgerðar.


Fölsk boðorð skulu lögð í glötun.


Látum bálið helgiritin hirða.
Leggjum bænhús auðtrúa í rúst.
Herjum böðlum sannleiks vors á spámenn svika
og brosum er þeir hanga á gálgum spillingar og girndar.


Er illskan hefur yfirtekið jarðir vorar fagrar.
Við heimsslit, leiðið oss til visnunar í dánarklæðum dáta.
Því hvorki svipur, spjót né fráföll héldu fylkingum í skefjum.
Við erum kindilberar aftrúar.
Herjum skarpt til eilífðar.


Við fjöldagrafir forfeðra, störum inn í svartnættið.
Minnumst tíðar fyrir endalok, er allt í lyndi lék og blómstraði.
En álög afskræma hjarðir þjáðra andsettu án iðrunar.
Allt í eyðingu sinni brenndu til ösku.
Örkum til falls.


En brotum skal gjalda og vámenni þjást.
Djáknana limlestum, af brýnni ást.
Við heimsslit, leiðið oss til visnunar
með kyrrð og nægð í hjörtum.
Við erum kindilberar aftrúar.
Herjum skarpt til eilífðar.

credits

from D​ö​nsum Í Logans Lj​ó​ma, released April 9, 2021

license

all rights reserved

tags

about

Forsmán Kópavogur, Iceland

contact / help

Contact Forsmán

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

If you like Forsmán, you may also like: