more from
Ván Records
We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Milli eil​í​f​ð​ar og einskis

from D​ö​nsum Í Logans Lj​ó​ma by Forsmán

/

lyrics

Heilaþvottur kynslóða
boðar aldir vanvita.
Undirokun hugsjóna.
Ættvíg einvaldsdrottnanna.


Hvers má gjalda og hvert skal haldið,
er veraldarsýnir molnað hafa?


Ég slétturnar ráfaði enda til.
Í moldþokum þreifaði,
en engan árangur þær báru.
Gjóturnar reyndust mér einskis virði.
Í glundroða vantrú og vafi mér birtust,
fornar víddir opnuðust og afhjúpuðu rangsýnir manna.

Hvers má gjalda og hvert skal haldið,
er veraldarsýnir að kolum komnar eru?


Svartnættin hýsa hulna gimsteina.
Ragir munu aldrei njóta dýrð þeirra.
Ýlfrandi tómið kallar til þeirra sem sáluhliðin þrá.
Í sorgarsorta hýrast, þar sem ljós hvergi sjá.


Píslarvottar maðkanna svífa enn í óvissu,
milli eilífðar og einskis.
Dragast í greipar dulúðar.
Hverfa í svarthol hugskota.


Ævum eytt í leit að glötuðum fjörum.
Sandar þeirra leyna ritum,
sem opna gættir vitrunar.
Eitt gullið sandkorn yrði leitar virði.


Í fjarlægum höfum er ef til vill lykla að finna,
sem nekja myndu alheima þakta sýru og hrafntinnu.
Fædda í rústum stórvelda.
Sveimandi blint í afdrepum veralda.
Snerting sótta yrði þeirra endir.


Og loks lyki því vanvita einveldi.

credits

from D​ö​nsum Í Logans Lj​ó​ma, released April 9, 2021

license

all rights reserved

tags

about

Forsmán Kópavogur, Iceland

contact / help

Contact Forsmán

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

If you like Forsmán, you may also like: